Gangverð

FÓLKIÐ


 

Hjá Gangverði starfa þrír stærðfræðingar og verkfræðinemi í sumarstarfi, auk framkvæmdastjórans sem er hagfræðingur með sérhæfingu á sviði áhættustýringar og fjármála. Nánari deili á okkur öllum má finna hér.

Aðalviðfangsefni Gangverðs er greining eignaverðs á markaði fyrir fasteignir og bíla. Sérstaða fyrirtækisins felst í því að nálgast þessa markaði með aðferðum tímaraðagreiningar sem gera því góð skil hversu breytilegir þeir eru. Þetta tryggir skilvirkt mat einstakra eigna og eignaflokka á hverjum tíma og opnar fjölmörg tækifæri til að bæta áhættustýringu og áætlanagerð í viðskiptum og lánastarfsemi sem tengjast slíkum eignum.

Eigendur Gangverðs eru Sigurður Ingólfsson, Sigurður I. Björnsson og Mel Cary, auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem festi kaup á 20% hlut í ársbyrjun 2012. Eigendurnir búa sameiginlega yfir umtalsverðri reynslu af áhættustýringu eignasafna, hugbúnaðarþróun og fyrirtækjaþróun. Nánari deili á stjórnarmönnum gangverðs má finna hér.

Ef þú ert kunnáttumaður eða -kona á sviði tímaraðagreiningar, lipur forritari eða glöggur greinandi hvetjum við þig til að senda okkur póst með upplýsingum um sjálfan þig, hvort heldur þig langar að vinna með okkur eða bara spjalla.