Gangverð

VERÐVÍSAR

VERÐVÍSIR BÍLA >>

Gangverð og systurfyrirtæki þess hafa síðan árið 2008 unnið að smíði Verðvísis bíla, líkans sem metur verðmæti notaðra bifreiða á grundvelli markaðsgagna. Upplýsingar úr Verðvísi bíla eru nú þegar aðgengilegar fagaðilum í gegnum vefþjónustu eða runuvinnslu. Stefnt er að því að geta einnig miðlað Verðvísi bíla til almennings þegar fram líða stundir.

VERÐVÍSIR FASTEIGNA >>

Árið 2010 hóf Gangverð vinnu við smíði Verðvísis fasteigna, þegar Þjóðskrá gerði opinber þau gögn sem liggja til grundvallar árlegu fasteignamati stofnunarinnar. Verðvísir fasteigna er tímaraðalíkan fyrir fasteignamarkaðinn, hliðstætt Verðvísi bíla að uppbyggingu, og nýtir upplýsingar um söluverð þúsunda eigna sem skipt hafa um hendur á undanförnum 8 árum.