Gangverð

Gangverð flytur… en ekki langt!

Gangverð flutti höfuðstöðvar sínar í tvöfalt stærra húsnæði í nokkrum áföngum síðla maímánaðar samfara því að þrír nýir starfsmenn voru ráðnir til fyrirtækisins. Flutningurinn átti sér stað að mestu leyti innanhúss þar sem fyrra húsnæði var staðsett að Sundaborg 3 en hinar nýju höfuðstöðvar í Sundaborg 9 og innangengt er á milli. Við flutningana batnaði aðstaða starfsmanna að mörgu leyti og án þess að kosta þyrfti til hinni fögru sýn yfir Vöruhótelið til Viðeyjar og út á sundin blá.

Sérstaklega er til þess tekið að aðstöðu til íþróttaiðkana hefur farið fram í nýju rými með tilkomu fússballborðsins.