Gangverð

Nýsköpunarsjóður kaupir hlut í Gangverði

Skrifað hefur verið undir samning um kaup Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (www.nsa.is) á hlutafé í Gangverði.

Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sagði að því tilefni: “Miklar sviptingar í fjármálaheimi á síðustu árum færa heim sanninn um þörfina á betri verkfærum til verðmats eignasafna á fjármálamarkaði. Hjá Gangverði fer saman ný og áhugaverð tækni og frumkvöðull með mikla reynslu úr áhættustýringu og hlökkum til að taka þátt í því að gera góða hugmynd að veruleika.“

Sigurður Ingólfsson